top of page

Búddha skál

  • Writer: Guðný Guðmundsdóttir
    Guðný Guðmundsdóttir
  • Jun 15, 2023
  • 2 min read

Updated: Jun 28, 2023

Mig hefur lengi langað að vera skipulagðari þegar kemur að matseld heimilisins.

Mér finnst alls ekki gaman að elda, en það er ekki hjá því komist og því vil ég setja mér það markmið að koma mér upp einföldum réttum sem tekur stuttan tíma að útbúa. Ég vil líka borða þokkalega hollt og forðast matvöru sem ég þoli illa, svo ég mun reyna að forðast glúten, mjólkurvörur og unnar kjötvörur eins og hægt er.


Ég stefni því á að búa mér til hálfgerða matreiðslubók hér á blogginu, svo ég hafi yfirlit yfir holla og góða rétti þegar ég er hugmyndasnauð og nenni ekki neinu. Þetta verður því fyrsti pistillinn í Matreiðslubók Guðnýjar: Einföld og holl eldamennska (fyrir þá sem nenna ekki að elda en vilja borða þokkalega hollt.


Að lokum set ég mér einnig það markmið að nýta sem sem best afganga og það sem er til í eldhúsinu, en fyrsti rétturinn í þessu matarbloggi verður því Búddha skál, sem ég eldaði einmitt í gærkvöldi.


Innihaldsefni:

  • Kjúklingabaunir + ólífuolía + cumin og paprikukrydd

  • Hrísgrjón / kínóa / sætar kartöflur

  • Rauðlaukur / brokkolí

  • Avókadó

  • Egg

Þetta er aðeins uppástunga að Búddha skál en það sem er þægilegt við svona skál er að það er hægt að notast við mismunandi innihaldsefni, eftir því sem er til. Ég geri alltaf kjúklingabaunir á pönnu (rista í 10 mínútur og krydda) en er stundum með hrísgrjón, kínóa eða sætar kartöflur með.


Í gær setti ég sætar kartöflur í ofn, með rauðlauk og restina af brokkolí sem lá fyrir skemmdum. Þegar þetta er klárt set ég þetta allt saman í skál, bæti við avókadó og geri svo egg á pönnu og set ofan á, sem kemur í veg fyrir að þurfa að hafa sósu með þessum rétt. Ég er fullmikil sósumanneskja (meira um það síðar) en reyni að forðast þær ef ég get.



Ekki missa af pistli! Fylgstu með á Facebook og Instagram.

Comments


  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon
  • Pinterest
  • Black LinkedIn Icon

©2019 Guðný Guðmundsdóttir

bottom of page