top of page

Holl millimál

  • Writer: Guðný Guðmundsdóttir
    Guðný Guðmundsdóttir
  • Jul 19, 2023
  • 2 min read

Þegar ég er að reyna að borða hollt, lendi ég yfirleitt í mestu vandræðunum með að finna mér eitthvað snarl á milli mála.

Það er vandamál þegar ég er illa stemmd eða að glíma við einhverja vanlíðan, vegna þess að þá vorkenni ég sjálfri mér svo mikið að ég gríp eitthvað sem mér finnst gott en er ekki nógu hollt og inniheldur yfirleitt eitthvað sem líkami minn kann ekki að meta (mjólkurvörur og glúten).


Það er náttúrulega ekkert mál að borða hollt á milli mála, það er að segja þegar maður er búinn að undirbúa sig vel. Nú þegar ég veit að ég borða eitthvað sem er slæmt fyrir mig þegar ég fer að versla þegar mér líður ekki nógu vel, þá þarf ég að passa að ég fari í búð þegar ég er vel hvíld og nógu vel stemmd til þess að taka góðar ákvarðanir.


Það hentar mér því best að fara í búðarferð á sunnudegi til þess að kaupa inn fyrir vikuna en þá versla ég í nokkrar máltíðir og byrgi mig upp af eftirfarandi til þess að grípa í:


· Banönum

· Söfum

· Eggjum

· Hnetum

· Ólífum

· Harðfisk

· Orkustykkjum

· Hrökkexi með túnfisksalati

· Avókadó + sítrónusafa + salt

· Ávöxtum

· Dökku súkkulaði


Ef ég tækla þetta ekki svona, þá gríp ég bara einhverja óhollustu eða nenni ekki að versla meira en í eina máltíð í senn, og þá er vikan svolítið farin í rugl áður en hún byrjar. Mér finnst einstaklega leiðinlegt að ákveða hvað á að vera í matinn á hverjum degi, en ef ég versla inn fyrir 2-3 máltíðir á sunnudegi þá er vikan langt komin í matarplaninu, ef gert er ráð fyrir afgöngum og snarli einn og einn dag.



Ekki missa af pistli! Fylgstu með á Facebook og Instagram.



Comments


  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon
  • Pinterest
  • Black LinkedIn Icon

©2019 Guðný Guðmundsdóttir

bottom of page